Um KV

Skrifstofa KV er að Tryggvagötu 11 og er opin kl. 9-11 alla virka daga. Sími er 849-5870.

Skipurit KV
Aðalstjórn – Formaður: Páll Kristjánsson

Undir aðalstjórn eru knattspyrnudeild og körfuknattleiksdeild:
Knattspyrnudeild – Formaður: Páll Kristjánsson
Körfuknattleiksdeild – Formaður: Borgþór Eyþórsson

Um KV
Knattspyrnufélag Vesturbæjar var stofnað 17. september 2004 af ungum drengjum úr Vesturbæ Reykjavíkur. Félagið leikur heimaleiki sína á gervigrasvelli KR við Frostaskjól. Aðalbúningur KV er svartur og hvítur, varabúningur bleikur, svartur og hvítur. KV leikur í 1. deild sumarið 2014.

Stofnun félagsins
Hugmyndin á bak við stofnun félagsins varð til upp úr aldamótum. Ungir KR-ingar sem ekki voru tilbúnir að hætta að leika fyrir sitt lið eftir að þeir gengu upp úr 2. flokki réðust í það stóra verkefni að stofna sitt eigið knattspyrnufélag. Félagið var stofnað þann 17. september 2004 og skráð til leiks í 3. deild sumarið 2005.

Árangur
KV hefur frá upphafi tekið þátt í Íslandsmóti, deildarbikar og bikar og hefur árangur liðsins orðið sífellt betri. Áður en Íslandsmótið innanhúss var lagt af hafði lðið tryggt sér sæti í næst efstu deild með því að sigra deildirnar tvær fyrir neðan. Sumarið 2013 lenti KV í öðru sæti B-deildar deildarbikarsins og náði þeim frábæra árangri að slá 1. deildarmeistara Fjölnis út úr bikarkeppninni, en vítaspyrnukeppni þurfti til að Víkingar sigruðu Vesturbæinga í næstu umferð.

Bestum árangri í deild náði félagið haustið 2013 þegar liðið tryggði sér sæti í 1. deild eftir frábæran lokaleik gegn nágrönnunum í Gróttu, þar sem yfir 1.000 áhorfendur fylltu völlinn.

Deildir
KV hefur notið mikilla vinsælda í Vesturbænum og hefur svarað eftirspurn eftir fleiri deildum en meistaraflokki karla í knattspyrnu. Félagið hefur tekið þátt í bikarkeppni HSÍ en þó er handknattleikur ekki stundaður að staðaldri í félaginu.

Haustið 2007 var svo sett á stofn körfuknattleiksdeild sem lék veturinn 2010-2011 sitt fyrsta tímabil í 2. deildinni og hefur náð góðum árangri. Auk þess sendir KV lið í utandeildina, en liðið varð meistari veturinn 2011-2012 og 2012-2013.

Körfuknattleikslið KV – Utandeildarmeistarar 2011-2012

KV hefur tekið þátt í Íslandsmótinu í borðtennis og í undirbúningi er stofnun fimleikadeildar.

KV er metnaðarfullt félag sem þjónar Vesturbænum fyrir fyrirmyndar íþróttastarfi og mun halda áfram að vaxa og dafna.

Staðreyndir um KV

  • Heimavöllur: KV park við Frostaskjól (Gervigrasvöllur KR)
  • Byggingarár: 2004 Mögulegur áhorfendafjöldi: 1.000 (allt stæði)
  • Staðsetning: Frostaskól 2, 107 Reykjavík. Vallarnúmer: 510-5300 (íþróttahús KR)
  • Vallarstjóri: Dr. Sigurður Schram
  • Áhorfendamet: KV – Grótta, 2. deild, 21. september 2013: 1.158 áhorfendur
  • Stærsti sigur: KV – KFK, 7-0, 1. júlí 2009
  • Flestir leikir fyrir KV: Guðmundur Pétur Sigurðsson (167)

Stjórn KV
Formaður: Páll Kristjánsson (pall (hjá) krst.is) 849-5870
Framkvæmdastjóri: Björn Berg Gunnarsson (bjorn (hjá) fckv.com) 844-4869
Guðmundur Óskar Pálsson
Jón Bjarni Kristjánsson
Gunnar Kristjánsson