Samfélagsleg ábyrgð

Sjálfboðaliðastarf í Vesturbæ Reykjavíkur

Allir starfsmenn og félagsmenn KV sinna sínu starfi í sjálfboðavinnu, íþrótta- og félagsstarfi í Vesturbæ Reykjavíkur til góða. Um árabil hefur KV boðið unga Vesturbæinga velkomna eftir að þeir ganga upp úr yngri flokkum félaga í nágrenninu og veitt þeim tækifæri til áframhaldandi íþróttaiðkunar.

Það er stefna KV að vera til fyrirmyndar í íþróttastarfi í Vesturbæ Reykjavíkur, með ríkri áherslu á ábyrg fjármál auk lágmarks útgjalda iðkenda og hins opinbera. Í KV er skemmtilegt að vera og árangri náð í góðra vina hópi.

bilde7