Vaxar sig alltaf fyrir leik

“Haha, maður er svosem alveg metró!” sagði Egill S. Ólafsson, varnartröll KV, þegar við náðum tali af honum á ellefta tímanum í morgun. Egill hafði þá nýlokið við að sjóða pulsur handa mömmu sinni og var að pakka fyrir ævintýraferð norður í Eyjafjörð. “Það eru einhverjir læknanemar með árshátíð þarna” sagði hann og ýtti með olnboganum í öxl fréttamanns síðunnar ásamt því sem hann blikkaði lúmskur öðru auganu og gerði einhver merki með fingrunum sem best er að greina ekki frá.

Egill segist hafa tekið upp á því að vaxa sig þegar hann fór að hanga með stóra bróður sínum og Þorgils vini hans. “Já en rólegur sko, ég er nú bara að vaxa á mér fótleggina!

Á meðfylgjandi mynd má sjá Egil vaxa sig fyrir síðasta leik.

sidlaus

 

Vill vita hvað gera á fyrir heimilin í landinu

Davíð L. Birgisson, leikstjórnandi Vesturbæinga veit ekkert hvað hann á að kjósa .

„Það þarf að gera eitthvað fyrir heimilin í landinu“ segir Davíð ákveðinn og bendir á loforð hafi nú áður verið svikin. „Sko stjórnmálastéttin má nú alveg bara fara úr sokkunum, láta fara vel um sig og tilla sér upp í þú veist hvað! Ég man þegar Jóhanna lofaði að slá skjaldborg um heimilin en ég sé nú enga skjaldborg, tja nema kannski um vömbina á þessum fitubollum“ bætir hann við en dregur nú fljótt í land og viðurkennir að þarna hafi hann kannski gengið svoítið langt.

Eins og Vesturbæingum er kunnugt er Davíð nú húsbóndi á sínu eigin heimili og kynnist af eigin raun kostnaði þess að standa á eigin fótum. „Það má segja að áður hafi ég verið Dabbi frítt, en núna eiginlega bara Dabbi skítt hehe“ segir hann og er fljótur að bæta við „en ég má ekki vera að þessu., þessi utankjörstaðaratkvæðagreiðsla afgreiðir sig ekki sjálf. Ég fékk einhvern hnapp frá Lýðræðisvaktinni það er bein í flautunni á þessum Þorvaldi Gylfasyni, kannski maður bara slái til“.