Vel gert

Húmorinn er beittur í Njarðvíkunum. Þarna er væntanlega verið að segja að bílastæðið sé ekki í „Notkunn“ heldur í notkun. Þá vaknar sú spurning hvort megi leggja þar eða ekki, enda sé það í notkun.

Plötukynning Óla í Smash!

Í þessari viku ætlar Óli að húrra sér niður minningarstíg og déskotinn ef hann ætlar ekki að bjóða öllum með.

Hehe check it, manstu eftir laginu That’s just the way it is með Bruce Hornsby? Minn maður 2Pac tók það lag og hipp hoppaði það í fokking kúkkelanekoff maður! Eníhú, suck on this homies, Changes með 2Pac.

Helgarútgáfan

Það er óhætt að segja að lesendur eigi von á góðu í Helgarútgáfunni en að þessu sinni verður síðan stútfull af aukaefni.

  • Er mikill prakkari í mér - einlægt viðtal við Davíð Birgisson, vonarstjörnu Vesturbæjar
  • Finnst gott að kúra - varnartröllið Egill S. Ólafsson opnar sig
  • Á eftir bolta kemur barn - Auðunn Örn Gylfason í opinskáu viðtali
  • Satt eða ósatt – varnarbuffið Ingvar svarar lesendum
  • Prófið – Ólafur Þór og Daníel Kristinsson spreyta sig í lokaprófinu – Hvor hefur betur?
  • Bingókúlur bræða bragðlaukana – Ólafur B. Sigurðsson í léttu spjalli í matarhorninu
  • Meðan fæturnir bera mig – Böðvar Schram og Magnús Helgason skoða nýjustu línu Össurar

Óli Smash íhugar stöðu sína

Ljótt atvik átti sér stað í leik Léttis og KV í Breiðholtinu í gær þegar ungur hægri kantmaður Breiðholtsliðsins veittist að Ólafi Þór Kristinssyni, a.k.a. Óla Smash þar sem Ólafur stóð utan vallar og gerði sig líklegan til þess að leysa Berg Gunnarsson af hólmi. Ólafur vildi minnst lítið tjá sig um atburðarrásina sem hann segir eiga sér þónokkurn aðdraganda. Gefum Ólafi orðið:

“Sko gaurinn hefur mikið verið að hanga í smash og svona. Skoða hjólabretti og derhúfur í björtum litum og svona boli með hauskúpum.

Þegar ég var í Való þá var mikill rígur á milli okkar og gauranna í Fellaskóla. Þessi tappi var einn af aðal villingunum í Fellaskóla. Hann hefur eitthvað verið að bögga besta vin minn MC Gauta og ég var bara kominn með nóg og lét hann heyra það. Þá lét hann bara vaða í mig og hrinti mér.

Sko, eðlismassi beina er mun minni en vöðva og þar af leiðandi gat ég lítið gert sem eðli málsins samkvæmt leiddi til þess að ég féll til jarðar. Ég reyndi eins og ég gat að vera sterkur, spennti beinin og allt, en féll engu að síður til jarðar.”

Aðspurður hvort hann muni fylgja þessu eitthvað eftir þá sagði hann allt vera í skoðun.

,,Það verður fundur á eftir í 107 sjoppunni. Siggi og Óli eru eitthvað að smala í lið úr Hagaskóla. Eins er spurning með G. Jordan og T. Pippen. Væri sterkur leikur að fá þá með. Það þarf að útkljá þetta” sagði Óli og hreyfði hendurnar svona eins og rapparar gera.

Steinþór hugsar heim

Það er ekki bara Björn Ívar sem hugsar heim. Nýverið orti Steinþór þennan fallega texta.

Útí í gróttu, inni að nóttu
lagðist í hvílu í massívri fýlu
stefnir í tímabil langt og svo strangt
að Bernhard mun meiðast og stúkunni leiðast.

En fögur er hlíðin og örlögin stríðin
og stigin þau skila sér, ef að ég skila mér
aftur í boltaspark, heima á KV Park
og leita þar sátta, með númerið 8.