Elskar að kúra…..

Líkt og greint var frá í öllum helstu fjölmiðlum landsins ekki alls fyrir löngu hefur kúrþjónusta ungrar móður í New York vakið mikil og hörð viðbrögð, en það aftrar þó ekki Íslendingum frá því að taka upp slíkt hið sama.
Hin geðgóði stjörnuvængmaður KV liðsins, Einar Már Þórisson hefur stofnað slíka þjónustu hér á landi, en hann segir að klukkutíminn kosti 3500 krónur plús vask. Hann tekur þó sérstaklega fram að hann veit ekkert hvað hann á að gera við þennan vask. ,,Almennt er ég ekki að bjóða upp á blíðu heldur aðeins kúr.” Þjónustan hefur verið auglýst á íslenskum netsíðum, en Einar segir viðbrögðin hafa verið mikil og góð.

„Ég get kúrað með þér eða legið fyrir framan sjónvarpið og horft á vídjó,“ segir Einar og smellir fingrum. ,,Ég er með voðalega góða fingrasetningu og þyki nokkuð fingralangur og lunkinn. Aldrei að vita nema maður beiti slíku fyrir sig. Þetta gerir sig ekki sjálft.

Einar sinnir kúrinu ásamt bróður sínum. Þeir félagar þurfa jafnvel að ráða sér aðstoðarfólk til þess að anna eftirspurninni. „Það er mikill tilfinningakuldi í gangi, mikið um einsemd,“ segir hann.

Aðspurður hvort hann ætti sér uppáhalds kúrara sagðist hann vera bundinn trúnaði. ,,Mér finnst samt voðalega gott að kúra með Runna og þá sérstaklega þegar ég fæ að spúna hann. Við skiptumst samt á.” Hvort Einar ætti sér einhvern óska kúrara þá stóð ekki á svörum. ,,Það er Tommi, ég vil hafa þá stóra”.

KV menn í liði ársins

Vesturbæingar eiga tvo fulltrúa í liði ársins í 2. deild og einn á bekknum. Þeir Halldór Bogason og Gunnar Kristjánsson stóðu sig báðir afskaplega vel í sumar og uppskera eftir því og auk þeirra hlaut Tómas Agnarsson þá viðurkenningu að vera með næstu mönnum inn í 11 manna úrvalið.

Að auki fengu þeir Auðunn Örn Gylfason, Einar Bjarni Ómarsson, Jón Kári Eldon, Jökull Elísabetarson, Davíð Birgisson og Einar Már Þórisson allir atkvæði í kjörinu.

KV var það lið í deildinni sem átti flesta leikmenn tilnefnda.

Þökkum stuðninginn í sumar

Leikmenn og aðstandendur KV vilja koma þökkum til stuðningsmanna liðsins nú þegar stórgóðu tímabili er lokið. Vel var mætt á KV Park í sumar og mikill fjöldi stuðningsmanna fylgdi liðinu í útileiki.

Stemningin í kringum liðið hefur sjaldan verið betri og hefur dyggur stuðningur Vesturbæinga gert sumarið 2012 af einu því skemmtilegasta í sögu félagsins.

Mynd: Grótta

KV tekur á móti Njarðvík á föstudag

Á föstudagskvöld kl. 19:00 tekur topplið KV á móti Njarðvík í 2. deildinni. Fyrir leikinn er KV með 30 stig en Njarðvíkingar sitja í 8. sæti með 19 stig.

Fyrri leikur liðanna var markalaus þar sem Vesturbæingar voru talsvert sterkari aðilinn en Njarðvíkingar áttu hættuleg færi í leiknum, einkum eftir föst leikatriði, enda stórt og sterkt lið. Njarðvík hefur náð mjög góðum úrslitum í síðustu tveimur leikjum, heimasigri gegn Dalvík/Reyni og útisigri á nágrönnunum í Reyni.

Daníel Kristinsson ver glæsilega í fyrri leik liðanna.
Mynd: Andrés Ari Ottósson