Það vantar aldrei lúxusinn í KV. Meistarar Ágúst Ingvarsson og Hjörvar Ólafsson hafa útbúið glæsilegt undirbúningsmyndband fyrir viðureign KV og Augnabliks á laugardag. Ef eitthvað kemur mönnum í gírinn er það þetta.
Glæsilegt myndband af rústi KV á Birni Ívari
Björn Ívar kom í blárri úlpu aftur á KV Park um daginn með stuðulinn 7 á bakinu og fór eðlilega stigalaus heim. Auðunn “á eftir bolta kemur barn” Gylfason og Valdemar Ásbjörnsson Hansen skoruðu tvö mörk hvor sem sjást á þessu stórglæsilega myndbandi sem Ágúst Ingvarsson snaraði fram úr erminni og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.
Myndbönd Ágústar eru liður í markmiði fckv.com að sigra íslensku vefverðlaunin 2011. Njótið.
Myndband frá leik KV og Njarðvíkur
Ágúst Ingvarsson, stórskytta, var á myndavélinni þegar KV og Njarðvík mættust í Deildarbikarnum á dögunum. Afraksturinn má sjá á þessu glæsilega myndbandi að neðan.
Þetta verður endurtekið sumarið 2011
Margmiðlunarstjóri KV opnar vefsíðu
Ágúst „Ölmóður“ Ingvarsson, videómógúll, hefur opnað glæsilega heimasíðu þar sem hann flaggar efni sínu. Slóðin á síðuna er www.agustingvarsson.is
Nýjasta myndband kappans er frá æfingaleik KV og 2. flokks KR um daginn. Njótið.