KV lagði Ægi frá Þorlákshöfn í æfingaleik á KV Park í gærkvöldi. KV komst í 4-0 en gestirnir minnkuðu muninn á síðustu mínútum leiksins. Mörk KV skoruðu þeir Brynjar Orri Bjarnason (2), Magnús Helgason og Gunnar Kristjánsson. Tómas Kjartansson og Matthías Bjarnason skoruðu mörk gestanna.
Hér má sjá myndbrot úr leiknum.