Category Archives: Myndbönd

KV 4-2 Ægir (Æfingaleikur)

KV lagði Ægi frá Þorlákshöfn í æfingaleik á KV Park í gærkvöldi. KV komst í 4-0 en gestirnir minnkuðu muninn á síðustu mínútum leiksins. Mörk KV skoruðu þeir Brynjar Orri Bjarnason (2), Magnús Helgason og Gunnar Kristjánsson. Tómas Kjartansson og Matthías Bjarnason skoruðu mörk gestanna.

Hér má sjá myndbrot úr leiknum.

Mörk KV úr leiknum við KR

KV mætti íslands – og bikarmeisturum KR í æfingaleik í gærkvöld. Leikurinn var ágætis áminning um mikilvægi þess að vera í líkamlegu standi en í stöðunni 2-2 þegar korter var til leiksloka gáfu KR-ingar í og sigruðu loks með 5 mörkum gegn tveimur.

Vörnin var helst til lek í leiknum en ljósu punktarnir eru að sóknartilburðir KV voru margir til fyrirmyndar og sköpuðust fullt af færum. Sennilega jafnasti æfingaleikur KR-inga það sem af er undirbúningstímabilinu og fínn vitnisburður um styrk KV.

Ágúst Ingvarsson, pródúsent, tók upp leikinn og frumsýnir hér á síðunni mörk KV í leiknum, en þau skoruðu þeir Davíð Birgisson og Ólafur Már Ólafsson.