Category Archives: Liðsfréttir

Völsungar að stela stjörnubakverði KV?

“Svona eru þessi lið úti á landi…” sagði Gunnar Kristjánsson, stjórnarmaður í KV, þegar við náðum tali af honum á ellefta tímanum í morgun en hann var þá “á bólakafi í Skagaskæpi” eins og hann kallaði það.

Sú saga flýgur nú fjöllunum hærra um Vesturbæinn að Gonnráð Sigurðsson, stjörnubakvörður KV, sé undir smásjánni hjá 1. deildarliði Völsungs og þeir viti akkúrat hvernig skuli klófesta drenginn.

Frekari upplýsingar má lesa hér.

Kolefnisjafnar sig

„Það væri nær að kolefnisjafna á þér rassgatið!“ sagði Valdemar Ásbjörnsson, leikmaður KV, þegar við rákumst á hann í Ísgerðinni á ellefta tímanum í kvöld. Valdemar var þar með konunni (eða Conan eins og hann kallar hana) að fá sér einn tvöfaldan ís með dýfu. Það var greinilega hvasst á Gólsenstöðum og stuttur þráðurinn, en fréttamaður spurði pent út í myndir sem birst hafa af Valdemar á netinu gróðursetjandi tré, en talað er um að hann sé þar að kolefnisjafna sig. Ku þetta vera áramótaheit.

Eftir fyrsta sleikinn af ísnum bráðnaði þó af Valda kalda mesta bræðin og hann settist niður, krosslagði fætur, hallaði sér aftur í stólnum og sagði allt af létta.

„Sko maður getur ekki mengað og mengað eins og enginn sé morgundagurinn. Kannski eignumst við einhvern tíman börn [tekur í hönd konunnar] og maður verður sko að hugsa út í þann heim sem við skiljum eftir handa þeim, fjandakornið.“ segir Valdemar ákveðinn og lemur í borðið til að leggja enn frekar áherslu á orð sín.

En hvað þarf Valde að gróðursetja mörg tré til að kolefnisjafna sig? „Það fer eftir því hvort við förum norður“ segir Valdi einbeittur og bætir við „… en ég reikna með að ég þurfi að grafa svona 10 pund af rabarbara á Valhúsahæð til að koma þessu í gang og svo finnst mér tilfinnanlega vanta aspir við Flyðrugranda.“

En þá stóð Valdemar upp, hrifsaði frúna með og arkaði út hrópandi „Jæja, má ekki vera að þessu, þetta setur ekki í sig sjálft!… nei, þetta setur sig ekki í jörðina sjálf! Æ þú veist hvað ég meina. Sleiter!“

Jólagjöfin í ár – fyrir hann

„Sko jólaþorpið í Hafnarfirði má bara fokking eiga sig!“ sagði Óli í Smash!, verslunarstjóri Smash! í Kringlunni þegar okkur bar að garði um daginn. Átti Óli þar við jólastemninguna í versluninni sem hann segist vera „að nálgast fokking tipping point“.

Þó hann væri „sick upptekinn sko“ gaf Óli sér tíma til að segja okkur frá jólagjöfinni í ár fyrir bóndann, en hann sagði okkur um daginn frá jólagjöfinni fyrir konuna.

Í ár er það appelsínugul hettupeysa. „jójó, listen up zun, here’s what’s up! It is what it is! Í ár geturðu verið í appelsínugulri frauðhettupeysu eða bara haldið þið heima í fokking húsmóðurbúningnum, svörtum sokkabuxum og dökkgrænni flíspeysu með bónuspoka for all I care

En Óli vill meina að góð jólagjöf nýtist jafnt að vetri sem sumri. „Sko for the record þá er þetta alveg brúklegt shit sko. Ef þú ert í góðum bol undir, t.d. þessum hérna Stüssy bol (bendir á hnésíðan hlírabol sem á stendur “THUG!”) þá verður þér sko ekkert kalt. Á sumrin er frauðið samt svona svalt og gott sko. En hvað segirðu, er þetta komið? Þessir skeitarar afgreiða sig ekki sjálfir!“ sagði Óli að lokum, smellti fingrum og raulaði lagið Regulators með Warren G og Nate Dogg þar sem hann rölti að afgreiðsluborðinu.

Jólagjöfin í ár – fyrir konuna

Nú líður að jólum og það er langt ó svo langt að bíða og allir dagar svo lengi að líða.

En hvað á að gefa konunni í jólagjöf? Þetta er spurning sem margir leikmenn KV glíma við þessa dagana og leitaði Þorgils Helgason, varnartröll liðsins sérstaklega til síðunnar, enda í miklum vandræðum.

Til að svara kallinu litum við í Kringluna og tókum púlsinn á Óla í Smash! , verslunarstjóra tískuvöruverslunarinnar Smash! í Kringlunni.

„hehe check it, fyrir konuna er það hugguleg vetrarúlpa, af því að það er svo kalt á veturna. Rauður er litur ástarinnar og jólanna og þess vegna þarf hún að vera rauð. Góður kragi iljar og veitir vellíðan á köldum vetrardögum heheee! heheee! (hlær eins og Will Smith í rapplögunum á sínum tíma)“. En eru svona úlpur ekki dýrar Óli? „no doubt, no doubt. En þú veist, love comes at a price, no what I’m sayin’ hehe“ segir Óli að lokum og blikkar öðru auganum, glottir út í annað og bankar á kassann.

Það er því ljóst að þær verða nokkrar blómarósirnar í rauðum úlpum frá honum Óla. Næst ætlum við að líta á jólagjöfina handa bóndanum, en þið þurfið að bíða róleg, við birtum ráðgjöf Óla um hana á næstu dögum.