Category Archives: Gamalt og gott

Gamla byrjunarliðið

Að þessu sinni skjótumst við aftur til ársins 2007, en þá lék KV í 3. deildinni (já, það er svo langt síðan) og háði marga stórskemmtilega bardagana um allt land.

Ein skemmtilegasta ferðin var vestur á firði síðla sumars þegar liðið mætti BÍ/Bolungarvík. Eitthvað hafði kvarnast úr hópi KV vegna meiðsla og anna en leikurinn var samt furðu spennandi og þó heimamenn hafi sótt nær látlaust var staðan 1-1 lengst af, eða þar til þeir grísuðust í sigurmark rétt á lokamínútunum.

Byrjunarlið KV í leiknum var þannig (5-4-1)

Páll Kristjánsson (M/F)

Jóhann Gunnar – Sveinbjörn Þ. – Erik Chaillot – Einar Óli – Björn Berg

Örn Arnalds – Steindór – Þorgils – Valdemar

Maggi B

Fjársjóður úr hirslum Grandaskóla

Gunnar Kristjánsson, gangavörður í Grandaskóla, gróf upp ansi merkilegan fjársjóð um daginn þegar hann var að hreinsa til undir skrifborði Valgeirs bókasafnshrellara. Fast í tuggigúmmíi undir borðinu var gamalt bréfsnifsi en á því var ritgerð dagsett 13. september 1997 og var höfundurinn 6 ára snáði, Auðunn Örn Gylfason. Lítum á ritgerðarkornið.

Tupac er allur
Þennan dag í fyrra dó Tupac. Murder wuz the case. Fokking Biggie og þessi Junior Mafia eiga ekki von á góðu, hell no, Crips hefna og drop a gem on‘em. Stick to yo guns Bloods og allir fyrir vestan, cuz you and I know it‘s the best side. West side till I die.

Skilaboð til Puff Daddy – better sleep with one eye open son, cuz this mothafucka is gonna put a bullet up yo ass. 

Sit hérna sippin‘ on Sunnan 10 og helli niður fyrir þig homie. Life goes on. Damn I miss my niggah.

Auðunn Örn Gylfason, 1-S.

Gamla myndin – Óli Þór í myndbandi með Ramses

Ritstjórn var að dusta rykið af gamla skjalasafninu þegar upptaka fannst af hinu stórgóða lagi „Virtu það“ með listamanninum og Vesturbæingnum Guðjóni Ramses.

Það var ekki laust við að menn rækju í gamla rogastansið þegar í ljós kom að með Ramses í myndbandinu er enginn annar en Óli Þór, leikmaður KV. Gamlir vinir Ólafs verða fljótir að þekkja hann, en í augum annarra er hann nær óþekkjanlegur, enda nokkrum lítrum meiri um sig en í dag. Eins og menn vita borðar Ólafur nú fimm hnefafylli á dag og hefur náð undraverðum árangri í baráttunni við aukakílóin.

Myndbandið má sjá með því að smella á  myndina af þeim köppum að neðan.