Skipti um buxur

Stefán Hirst Friðriksson, markvörður KV, var sendur heim af æfingu um daginn. Ástæðan var sú að hann mætti í gallabuxum á æfingu og þótti Páli Kristjánssyni þjálfara hann sýna liðinu óvirðingu, enda gallabuxur ekki viðurkenndur klæðnaður á æfingum KV.

Stefán tók gagnrýninni með jafnaðargeði, fór heim og skipti um buxur. Hann hélt þó duglega tölu um ágæti gallabuxna þegar hann snéri aftur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>