Tiki-taka strákurinn – Þjóðhátíðarviðtal við Davíð Birgisson

Honum er drullusama hverjir skora, svo lengi sem hann getur bókfært þrjá punkta. Alltaf fyrstur á æfingu og síðastur heim. Eftirsóttasti piparsveinninn í Vesturbænum. Galdramaður á velli og hvers manns hugljúfi. Tiki-taka strákurinn Davíð Birgisson.

“Það er eins og eitthvað gerist þegar ég fæ bolta í lappirnar.” segir Davíð í samtali við helgarútgáfuna. “Öll læti og allt áreiti í kringum mig hverfur, mér líður eins og ég sé kominn heim. Það er eitthvað friðsælt við það að hafa svona fullkomna stjórn. Fyrir mér er fótbolti ekki áhugamál heldur nauðsynlegur. Ég anda að mér fótbolta og ef ég kemst ekki á æfingu finnst mér eins og ég kafni.”.

Davíð hefur verið áberandi í frægðarför KV upp metorðastiga íslenskrar knattspyrnu undanfarin misseri. Hann er eftirlæti áhorfenda á KV Park en lætur sér fátt finnast um allt fjaðrafokið. “Þetta er hópíþrótt og einn leikmaður breytir engu. Ég reyni að hjálpa liðinu mínu eins og hægt er og ef ég næ að setja upp mark, hreinsa á línu eða skora þá hjálpar það auðvitað en ég fagna alveg jafn mikið ef einhver annar gerir það.” segir Davíð.

En hvað ætlar Davíð að gera í tilefni þjóðhátíðardagsins? “Ja ætli ég fari ekki á æfingu kl. 17:30 og detti svo á bólakaf í eitthvað ógeðslegt fyllerí. Ég á enn strætómiða frá því um síðustu helgi þannig að hver veit nema maður verði líka lökkí”.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>