Vill vita hvað gera á fyrir heimilin í landinu

Davíð L. Birgisson, leikstjórnandi Vesturbæinga veit ekkert hvað hann á að kjósa .

„Það þarf að gera eitthvað fyrir heimilin í landinu“ segir Davíð ákveðinn og bendir á loforð hafi nú áður verið svikin. „Sko stjórnmálastéttin má nú alveg bara fara úr sokkunum, láta fara vel um sig og tilla sér upp í þú veist hvað! Ég man þegar Jóhanna lofaði að slá skjaldborg um heimilin en ég sé nú enga skjaldborg, tja nema kannski um vömbina á þessum fitubollum“ bætir hann við en dregur nú fljótt í land og viðurkennir að þarna hafi hann kannski gengið svoítið langt.

Eins og Vesturbæingum er kunnugt er Davíð nú húsbóndi á sínu eigin heimili og kynnist af eigin raun kostnaði þess að standa á eigin fótum. „Það má segja að áður hafi ég verið Dabbi frítt, en núna eiginlega bara Dabbi skítt hehe“ segir hann og er fljótur að bæta við „en ég má ekki vera að þessu., þessi utankjörstaðaratkvæðagreiðsla afgreiðir sig ekki sjálf. Ég fékk einhvern hnapp frá Lýðræðisvaktinni það er bein í flautunni á þessum Þorvaldi Gylfasyni, kannski maður bara slái til“.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>