Völsungar að stela stjörnubakverði KV?

“Svona eru þessi lið úti á landi…” sagði Gunnar Kristjánsson, stjórnarmaður í KV, þegar við náðum tali af honum á ellefta tímanum í morgun en hann var þá “á bólakafi í Skagaskæpi” eins og hann kallaði það.

Sú saga flýgur nú fjöllunum hærra um Vesturbæinn að Gonnráð Sigurðsson, stjörnubakvörður KV, sé undir smásjánni hjá 1. deildarliði Völsungs og þeir viti akkúrat hvernig skuli klófesta drenginn.

Frekari upplýsingar má lesa hér.