Lýst eftir barni

Stjórn Knattspyrnufélagsins, vinir og vandamenn lýsa eftir Gunnari Kristjánssyni 25 ára dreng úr Vesturbænum. Gunnar er lágvaxinn, rétt  tæpir 170 cm á hæð (á 10 cm hælum) og tæp 60 kíló með skólatösku. Síðast sást glitta í Gunnar á heimili sínu á aðfangadagskvöld. Var hann þá klæddur í nýlega köflótta skyrtu, gallabuxur og drekaskó.
Vinir Gunnars hafa enn ekki rekist á Gunnar sem strauk frá Noregi um miðjan desembermánuð. Gunnar er ekki talinn hættulegur en þó afar viðkvæmur. Þeir sem verða varir við Gunnar eru vinsamlegast beðnir um að koma þeim skilaboðum áleiðis að það er æfing kl. 17:00 í dag.