Jólagjöfin í ár – fyrir hann

„Sko jólaþorpið í Hafnarfirði má bara fokking eiga sig!“ sagði Óli í Smash!, verslunarstjóri Smash! í Kringlunni þegar okkur bar að garði um daginn. Átti Óli þar við jólastemninguna í versluninni sem hann segist vera „að nálgast fokking tipping point“.

Þó hann væri „sick upptekinn sko“ gaf Óli sér tíma til að segja okkur frá jólagjöfinni í ár fyrir bóndann, en hann sagði okkur um daginn frá jólagjöfinni fyrir konuna.

Í ár er það appelsínugul hettupeysa. „jójó, listen up zun, here’s what’s up! It is what it is! Í ár geturðu verið í appelsínugulri frauðhettupeysu eða bara haldið þið heima í fokking húsmóðurbúningnum, svörtum sokkabuxum og dökkgrænni flíspeysu með bónuspoka for all I care

En Óli vill meina að góð jólagjöf nýtist jafnt að vetri sem sumri. „Sko for the record þá er þetta alveg brúklegt shit sko. Ef þú ert í góðum bol undir, t.d. þessum hérna Stüssy bol (bendir á hnésíðan hlírabol sem á stendur “THUG!”) þá verður þér sko ekkert kalt. Á sumrin er frauðið samt svona svalt og gott sko. En hvað segirðu, er þetta komið? Þessir skeitarar afgreiða sig ekki sjálfir!“ sagði Óli að lokum, smellti fingrum og raulaði lagið Regulators með Warren G og Nate Dogg þar sem hann rölti að afgreiðsluborðinu.

One thought on “Jólagjöfin í ár – fyrir hann”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>