Gamla myndin

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gamla myndin að þessu sinni er frá árinu 2008. Myndin er úr toppbaráttuslag KV og Árborg í næstsíðustu umferð riðlakeppninnar í gömlu góðu þriðju deildinni. Ljóst var fyrir leik liðana að sigurliðið úr viðureigninni myndi fara í úrslitakeppnina. Leikar stóðu jafnir allt þar til skömmu fyrir leikslok að okkar menn fengu vítaspyrnu eftir að línuvörðurinn hafði gefið dómaranum merki um augljóst brot í vítateig gestanna. Arnar Steinn steig á punktinn og skaut okkar mönnum í úrslitakeppnina.
Þetta var í þá gömlu góðu daga þegar allir fengu að vera á bekknum eins eðlilegt og það er. Þá fengu menn jafnvel að vera með öl í brúsunum. Á myndinni má sjá margan merkilegan manninn. Athygli vekur að einungis einn núverandi leikmaður KV lék í þessum leik, þ.e. Gonni. Línuverðir voru hinir geðþekku Egill S. Ólafsson og Arnar “JoeyDrummer” Smárason.