Jón Kári tekur við af Erni sem forsíðudrengur KV

Lesendur síðunnar hafa eflaust tekið eftir því að breytingar hafa verið gerðar á forsíðumyndinni. Undanfarin ár hefur hjartaknúsarinn Örn Arnaldsson prýtt síðuna, en hann lék stórt hlutverk í árdaga félagsins.

Á stjórnarfundi á dögunum var ákveðið að breyta til og fela grafískum hönnuði síðunnar að setja inn nýja mynd, með nýjum forsíðudreng. Eftir nokkra yfirlegu þar sem mannkostir og útlit voru metin var sæst á að Jón Kári Eldon hneppti hnossið, en hann þykir afar vandaður drengur og mjög (einn stjórnarmaður lét bóka “jafnvel óþægilega-) myndarlegur.

Jón Kári leikur sinn síðasta leik fyrir KV gegn Njarðvík annað kvöld en heldur svo til San Francisco í tilefni helgarinnar.

Við bárum þessa ákvörðun undir Geisla-Gonna sem sagði „Mér er fokk sama hver er á þessari fokking mynd svo lengi sem við vinnum! Áfram KV!!“

One thought on “Jón Kári tekur við af Erni sem forsíðudrengur KV”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>