Hver skal heilsa leikmönnum?

Fyrir leik Aftureldingar og Fram í bikarnum í gær heilsuðu þau skötuhjú Þóra Arnórsdóttir og Svavar Halldórsson leikmönnum og dómurum. Af því er dregin sú ályktun að hver sem er hljóti að mega leika þann leik eftir með pompi og prakt, helst undir lúðrablæstri.

KV óskar eftir tillögum að fólki til að heilsa leikmönnum fyrir leiki. Allar tillögur eru vel þegnar, hvort sem um er að ræða Sveppa, Lóu Pind Aldísardóttur, Róbert Spanó, Ólínu Þorvarðardóttur eða Kjartan Henry Finnbogason.