Bingókaka Óla Bingó

Óli lætur ekki deigið síga í eldhúsinu heldur snarar fram hverju hnossgætinu á fætur öðru.

Hann hefur verið upptekinn við eldavélina og nú síðast varð úr dýrindis Bingókaka, terta með kremi og extra bingókúlum sem Davíð Birgisson, vinur Óla, segir að sé „klikkað góð“.

Þrír glaðlegir piltar príða kökuna, þeir Gísli, Eiríkur og Helgi.

Opið hús verður hjá Óla í dag þar sem hann gefur smakk og sérrídropa.