Gamla byrjunarliðið

Að þessu sinni skjótumst við aftur til ársins 2007, en þá lék KV í 3. deildinni (já, það er svo langt síðan) og háði marga stórskemmtilega bardagana um allt land.

Ein skemmtilegasta ferðin var vestur á firði síðla sumars þegar liðið mætti BÍ/Bolungarvík. Eitthvað hafði kvarnast úr hópi KV vegna meiðsla og anna en leikurinn var samt furðu spennandi og þó heimamenn hafi sótt nær látlaust var staðan 1-1 lengst af, eða þar til þeir grísuðust í sigurmark rétt á lokamínútunum.

Byrjunarlið KV í leiknum var þannig (5-4-1)

Páll Kristjánsson (M/F)

Jóhann Gunnar – Sveinbjörn Þ. – Erik Chaillot – Einar Óli – Björn Berg

Örn Arnalds – Steindór – Þorgils – Valdemar

Maggi B

  • Erik

    Þess má geta að Eðvarð Þór Hackert skoraði mark KV, og svo má að sjálfsögðu ekki gleyma epískri innkomu Ingvars Byssu.

    Like or Dislike: Thumb up 0 Thumb down 0