Mörk KV úr leiknum við KR

KV mætti íslands – og bikarmeisturum KR í æfingaleik í gærkvöld. Leikurinn var ágætis áminning um mikilvægi þess að vera í líkamlegu standi en í stöðunni 2-2 þegar korter var til leiksloka gáfu KR-ingar í og sigruðu loks með 5 mörkum gegn tveimur.

Vörnin var helst til lek í leiknum en ljósu punktarnir eru að sóknartilburðir KV voru margir til fyrirmyndar og sköpuðust fullt af færum. Sennilega jafnasti æfingaleikur KR-inga það sem af er undirbúningstímabilinu og fínn vitnisburður um styrk KV.

Ágúst Ingvarsson, pródúsent, tók upp leikinn og frumsýnir hér á síðunni mörk KV í leiknum, en þau skoruðu þeir Davíð Birgisson og Ólafur Már Ólafsson.

One thought on “Mörk KV úr leiknum við KR”

  1. djö er ginni snöggt horaður þarf ekki stepp kalli k. að gefa honum smá skerf?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>