Bailey’s kökur Óla

Ólafur B. Sigurðsson, leikmaður KV, er mikið jólabarn og segist baka mikið fyrir jólin. Fréttamaður síðunnar rann á lyktina í gærkvöldi á gönguferð sinni um Vesturbæinn og var að sjálfsögðu boðið inn.

„Þetta eru Bailey’s kökur!“ sagði Ólafur kampakátur en hann segist hafa það sem reglu að skilja alltaf eftir kökur á eldhúsborðinu fyrir Stekkjastaur til að fagna komu fyrsta jólasveinsins til byggða. „En ég lýg því ekki að ég fæ mér nokkrar“ bætti hann svo við sposkur á svip.

Við báðum Óla um að deila með okkur uppskriftinni:

Hráefni: 

1/4 bolli af Bailey’s Irish Cream
1 Matskeið smjör
350 gr. súkkulaði
2 eggjarauður
1/4 bolli rjómi

Bræðið súkkulaðið, Bailey’sið og rjómann saman við lágan hita. Hrærið loks rauðurnar, eina í einu, út í. Þegar þetta er orðið vel blandað bætið þið smjörinu út í og hrærið duglega.

Hendið þessu í ísskápinn yfir nótt þar til þetta verður hart og gott. Notið þá skeið til að gera litlar kúlur úr deginu, rúllið þeim upp úr flórsykri, kakói, söxuðum hnetum eða annars konar skrauti eftir óskum.

Betra en kynlíf.