Gamla myndin – Óli Þór í myndbandi með Ramses

Ritstjórn var að dusta rykið af gamla skjalasafninu þegar upptaka fannst af hinu stórgóða lagi „Virtu það“ með listamanninum og Vesturbæingnum Guðjóni Ramses.

Það var ekki laust við að menn rækju í gamla rogastansið þegar í ljós kom að með Ramses í myndbandinu er enginn annar en Óli Þór, leikmaður KV. Gamlir vinir Ólafs verða fljótir að þekkja hann, en í augum annarra er hann nær óþekkjanlegur, enda nokkrum lítrum meiri um sig en í dag. Eins og menn vita borðar Ólafur nú fimm hnefafylli á dag og hefur náð undraverðum árangri í baráttunni við aukakílóin.

Myndbandið má sjá með því að smella á  myndina af þeim köppum að neðan.