Heslihnetukökur Óla

Í matarhorni Óla að þessu sinni er ein hans þekktasta uppskrift: heslihnetukökur. Þurkið munnvikin, þessi er svakaleg.

Hráefni:
1 poki Betty Crocker hnetusmjörs kökumix
3 matskeiðar bráðið smjör
1 egg
5 matskeiðar mjólk
1 bolli heslihnetusúkkulaðismjör
1 bolli flórsykur
Hálfur bolli saxaðar salthnetur

Hitið ofninn í 180 gráður. Blandið saman í skál kökumixinu, bráðna smjörinu, egginu og einni matskeið af mjólk. Látið þetta svo bíða.

Í minni skál blandið þið svo vandlega saman heslihnetusmjörinu og flórsykrinum. Rúllið helming svo saman í 5 litlar kúlur, fínt að nota matskeið.

Nú takið þið kökudeigið sem þið gerðuð fyrst og gerið litlar flatar klessur. Gerið dæld í miðjar kökurnar. Setjið litlu kúlurnar inn í dældina og lokið fyrir með kökudeiginu (kúlurnar eiga að vera inni í deiginu). Skellið þessu á smjörpappír og inn í ofn með þetta í ca. 11-13 mínútur eða þar til þið sjáið að kökurnar eru orðnar fallega brúnar.

Nú hrærið þið restinni af heslihnetusmjörmixinu saman við fjórar matskeiðar af mjólk þar og hellið yfir kökurnar. Troðið svo söxuðu salthnetunum ofan á. Gefið þessu svo smá tíma til að harðna.

Væsgú!