Óli Smash íhugar stöðu sína

Ljótt atvik átti sér stað í leik Léttis og KV í Breiðholtinu í gær þegar ungur hægri kantmaður Breiðholtsliðsins veittist að Ólafi Þór Kristinssyni, a.k.a. Óla Smash þar sem Ólafur stóð utan vallar og gerði sig líklegan til þess að leysa Berg Gunnarsson af hólmi. Ólafur vildi minnst lítið tjá sig um atburðarrásina sem hann segir eiga sér þónokkurn aðdraganda. Gefum Ólafi orðið:

“Sko gaurinn hefur mikið verið að hanga í smash og svona. Skoða hjólabretti og derhúfur í björtum litum og svona boli með hauskúpum.

Þegar ég var í Való þá var mikill rígur á milli okkar og gauranna í Fellaskóla. Þessi tappi var einn af aðal villingunum í Fellaskóla. Hann hefur eitthvað verið að bögga besta vin minn MC Gauta og ég var bara kominn með nóg og lét hann heyra það. Þá lét hann bara vaða í mig og hrinti mér.

Sko, eðlismassi beina er mun minni en vöðva og þar af leiðandi gat ég lítið gert sem eðli málsins samkvæmt leiddi til þess að ég féll til jarðar. Ég reyndi eins og ég gat að vera sterkur, spennti beinin og allt, en féll engu að síður til jarðar.”

Aðspurður hvort hann muni fylgja þessu eitthvað eftir þá sagði hann allt vera í skoðun.

,,Það verður fundur á eftir í 107 sjoppunni. Siggi og Óli eru eitthvað að smala í lið úr Hagaskóla. Eins er spurning með G. Jordan og T. Pippen. Væri sterkur leikur að fá þá með. Það þarf að útkljá þetta” sagði Óli og hreyfði hendurnar svona eins og rapparar gera.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>