Afríka 0-3 KV

Thursday, 29 June 2006 15:52

Gamli skyldusigurinn kynni einhver að segja og má sennilega taka undir það, enda var sigurinn aldrei í hættu í kvöld. Þegar dómarinn flautaði af höfðum við sigrað með þremur mörkum gegn engu, þeir misst tvo menn út af með rautt spjald og Ásgeir var sömuleiðis sendur í sturtu fyrir það að hafa látið hrækja á sig og fá einn go’moren.

Langflestir Afríkumanna voru reyndar í þessu til að standa sig vel og spila fótbolta, en því miður virðist þeim ganga illa að hrista af sér þann stimpil að safna rauðum spjöldum. Dómarinn á reyndar ekki sök á rauðu spjaldi Ásgeirs því línuvörður Afríku hélt því fram að hann hafði (að því er mér skilst) hafið slagsmálin. Þeir sem þekkja Ásgeir vita að hann myndi ekki gera hrossaflugu mein og enginn sá neitt, þannig að um temmilegan skáldskap var að ræða.

Mörkin okkar skoruðu þeir Steindór (með skalla), Maggi (fyrst markið í sumar!) og hinn kraftmikli sonur metsöluhöfundarins Arnaldar Indriðasonar, Örn Arnaldsson (með skalla). Leikurinn var ágætlega leikinn af okkar mönnum og fyrir öllu er að við höfum fengið 6 stig úr síðustu tveimur leikjum og rjúkum upp töfluna.

Næsti leikur okkar er gegn erkifjendunum í Gróttu 7. júlí og erum við að safna í 100 manna klapplið. Við hljótum að vera tilbúnir í þann leik, sem er ekki minna formsatriði en að vinna Afríku.


Páll fyrir framan línuvörðin fræga
sem annars átti fínan leik